Hugleiðing dagsins
Þegar ég var enn að spila, þá var ég þess fullviss að greind mín, ásamt viljastyrk, væri nægjanlegt til þess að hafa stjórn á hinu innra lífi mínu og tryggja mér farsæld í veröldinni. Þessi hugrakka og tilkomumikla heimspeki, þar sem ég lék guð, hljómaði vel en hún átti eftir að standast hina endanlegu þraut; hversu vel virkaði hún í raun? Ég þurfti ekki annað en að líta einu sinni í spegil til þess að fá svar við þeirri spurningu.

Er ég byrjaður að biðja guð, á hverjum degi, um styrk?

Bæn dagsins
Megi ég hætta að treysta á gömlu hjálpartækin, mína “yfirburða greind”, og hinn “mikla viljastyrk” til þess að stjórna eigin lífi. Ég trúði því að með þessa yfirburða hæfileika þá væru mér allir vegir færir. Megi ég ekki gleyma því, nú þegar sjálfs-mynd mín er að skýrast, að einungis með uppgjöf fyrir Æðri Mætti mun mér veitast sá kraftur sem ég þarfnast til þess að verða heill á ný.

Minnispunktur dagsins
Vera á varðbergi fyrir sjálfs-upphafningu.