Hugleiðing dagsins
Spilafíkn er sjúkdómur einsemdarinnar; þó svo að það hafi virst sem við værum hluti af fjörinu í kringum okkur, þá vorum við oftar en ekki þjáð af einsemd. Á meðan við vorum enn virkir spilafíklar – áður en sektarkenndin og skuldir gerðu það að verkum að við áttuðum okkur á því að líf okkar var orðið stjórnlaust – þá fannst flestum okkar, ef ekki öllum, að við værum utanveltu, tilheyrðum ekki. Við vorum ýmist fremur feimin eða uppfull af ýktri góðmennsku og þráðum ekkert heitar en athygli og viðurkenningu, sem okkur hlotnaðist nær aldrei. Við reyndum, með því að sækja í félagsskap fjárhættuspialar, að yfifrvinna einsemdina en áttuðum okkur ekki á því að glæfraleg áhættan sem fylgir fjárhættuspilum er einmannaleg í eðli sínu. Að lokum var svo komið fyrir okkur að sjálf spilamennskan, þar sem við töldum okkur fá einhverja hugarró, hún sveik okkur og skyldi okkur eftir full af örvæntingarfullri einsemd og einmannaleika.

Er ég farinn að ná innri ró?

Bæn dagsins
Megi ég þekkja mildi náinna tengsla við Guð og kyrrðarinnar sem ég finn þegar ég snerta anda Guðs. Megi ég yfirfæra þessa mildi og kyrrð yfir á sambönd mín við annað fólk. Megi Guð bjarga mér frá ævilangri einsemd og kenna mér að vera vinur.

Minnispunktur dagsins
Guð getur kennt mér að vera vinur.