Hugleiðing dagsins
Oliver Wendell Holmes ritaði: “Það sem liggur í fortíðinni og það sem framtíðin ber í skauti eru smámunir einir miðað við það sem býr innra með okkur.” Ég var ófær um að greina hvað bjó innra með mér allt þar til ég kynntist GA samtökunum og heyrði sögu mína sagða. Eftir það gat ég ekki lengur skýlt mér á bak við það hversu “einstakur” ég væri. Og sá sem sagði söguna virtist mun glaðari heldur en ég að heyra söguna. Ég öfundaði þá sem áttu velgengni að fagna – hafði alltaf gert – svo ég byrjaði að segja sjálfur frá minni sögu.
Er ég hissa á því í dag að allt sem ég burðaist með innra með mér, skuli virkilega hafa verið falið í svo langan tíma fyrir umheiminum?
Bæn dagsins
Burtséð frá því hvað liggi að baki og hvað sé framundan, megi ég muna að ég verð að hafa Guð innra með mér til þess að leiðbeina mér í gegnum erfiðar aðstæður. Þegar ég er ekki að takast á við erfiðar aðstæður, megi ég þakka Guði – og vita að Hann er ástæðan fyrir því að ég er á þessum stað í lífi mínu í dag.
Minnispunktur dagsins
Að búa til pláss fyrir Guð innra með mér.