Hugleiðing dagsins
Þegar ég hef bara sjálfan mig til þess að tala við þá verður samtalið frekar einhliða. Að reyna að telja sjálfan sig á að taka ekki þátt í “littlu veðmáli” eða “bara eitt spil” er svipað og að reyna að dáleiða sjálfan sig. Það hreinlega gengur ekki; oftast nær er það svipað og að telja sjálfan sig á að vera ekki með flensuna. Þegar ég er langt niðri og varnir mínar veikar, þá get ég alltaf deilt áhyggjum mínum með sönnum og skilningsríkum félaga í GA prógraminu og fengið þannig einhverja huggun.
Veit ég hverjir vinir mínir eru?
Bæn dagsins
Megi ég vera þess fullviss, sem hluti af fyrirætlan guðs, að við höfum verið sett á þennan stað í lífinu til þess að hjálpa hvert öðru. Megi ég vera jafn opinn fyrir því að leita mér hjálpar eins og ég er tilbúinn til þess að veita hana, sama hversu lengi ég hef verið þátttakandi í prógraminu. Megi reynsla ótal annarra færa mér sönnur fyrir því að það að “tala sjálfan mig frá því” virkar sjaldan, en að sameiginlegur stuðningur, sem fæst með því að deila með öðrum, virkar oftast nær.
Minnispunktur dagsins
Þegar ég bið um hjálp þá er ég um leið að hjálpa öðrum.