Hugleiðing dagsins
Þegar ég horfi til baka til síðustu örvæntingarfullu daganna áður en ég kom í GA, þá man ég sterklega þann einmannaleika og einangrun sem einkenndi líf mitt. Sú líðan var ríkjandi jafnvel þó ég væri umvafinn fjölskydu minni. Og þó svo ég reyndi að látast vera hress og glaður og félagslyndur þá var oftar en ekki reiði kraumandi undir niðri, vegna þess að mér fannst ég ekki falla í hópinn.

Mun ég nokkru sinni gleyma þeirri eymd sem fylgir því að vera einmanna í margmenni?

Bæn dagsins
Ég þakka guði fyrir þá miklu gleði sem felst í því að vita og finna að ég er ekki lengur einn. Megi ég ekki vænta þess að einsemdin hverfi á einni nóttu. Megi ég gera mér grein fyrir því að það munu koma stundir þar sem ég finn fyrir einmannaleika, sérstaklega þar sem ég verð að segja skilið við fyrrum spilafélaga mína. Ég bið þess að ég muni eignast nýja vini sem eru í bata frá spilafíkn. Ég þakka guði fyrir félagsskapinn í GA.

Minnispunktur dagsins
Ég er ekki einn.