Hugleiðing dagsins
La Rochefocauld ritaði; “Fullkomið hugrekki er að gera það – sem við værum fær um ef allur heimurinn fylgdist með – þegar enginn sér til okkar.” Þegar við höfum ástundað GA prógramið í einhvern tíma þá lærum við að bera kennsl á þrálátan ótta, að þekkja hann og verðum fær um að höndla hann. Við förum að sjá sérhvert mótlæti sem guðsgjöf sem gerir okkur kleift að þroska með okkur það hugrekki sem sprettur af hógværð fremur en af mannalátum.

Er ég farinn að átta mig á að það að blístra til þess að viðhalda hugrekki er eingöngu æfing í blístri ?

Bæn dagsins
Megi ég finna hugrekki í mínum Æðri Mætti. Þar sem mér eru allir vegir færir, með guðs hjálp, þá hlýt ég að geta unnið bug á þessum lævísa ótta sem hrjáir mig – sem oft á tíðum birtist sem ótti við að missa einhvern eða eitthvað sem er mikilvægt í mínu lífi. Ég bið þess að verða viljugur til þess að losa mig við þennan ótta.

Minnispunktur dagsins
Bæn er meria en blístur í myrki.