Hugleiðing dagsins
Þegar við komum í fyrsta skipti í GA samtökin og stóðum í fyrsta skipti á ævinni frammi fyrir fólki sem virtist skilja okkur, þá fundum við hressandi tilfinningu, eins og við værum komin heim. Okkur fannst sem einangruninni hefði verið aflétt. Við uppgötvuðum þó fljótt að þó svo að við værum ekki lengur félagslega einangruð þá helltist stundum yfir okkur gamli kvíðinn við einmannaleikann. Uns við höfðum tjáð okkur af hreinskilni um innri átök okkar og hlýtt á einhvern gera það sama, þá vorum við ekki fyllilega hluti af hópnum. Fimmta sporið var svarið við því vandamáli.
Hefur fimmta sporið hjálpað mér að finna upphafið að sönnum skyldleika við GA félagana og guð?
Bæn dagsins
Megi guð hjálpa mér að læra að deila eiginleikum mínum og veikleika, ekki einvörðungu þegar ég er að vinna fimmta sporið heldur sem áframhaldandi ferli þar sem ég gef og þigg af félögunum. Megi ég rækta með mér viðhorf sem einkennist af hreinskilni og einlægni gagnvart öðrum, nú þegar ég er byrjaður að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér. Megi ég muna hvernig ég var – barn í feluleik, sem faldi sig svo vel að enginn fann það og allir gáfust upp á leitinni og snéru heim.
Minnispunktur dagsins
Ég ætla að vera opinn gagnvart vináttu.