Hugleiðing dagsins
Margir biðja til guðs eins og þeir séu að tala við ófúsan Æðri Mátt, í stað þess að tileinka sér velvilja kærleiksríks Æðri Máttar. Á seinni stigum spilafíknarinnar hverfur viljinn til þess að veita viðnám. Þrátt fyrir það þá gerist það, þegar við viðurkennum vanmátt okkar gagnvart sjúkdómnum og gerumst fús til þess að fylgja undirstöðuatriðum GA prógramsins, að þráhyggjan hverfur og við öðlumst nýja tilveru – frelsi fyrir tilstilli Guðs, eins og skilningur okkar er á honum.

Er bati minn í prógraminu farinn að fullvissa mig um að guð einn geti losað mig við þráhyggjuna?

Bæn dagsins
Megi ég ekki biðja til guðs eins og krakki sem er að kvarta við strangan föður, eins og að “bæn” þýði ætíð það sama og að “sárbæna”, yfirleitt þegar aðstæður eru sem verstar. Megi ég þess í stað biðja af fúsleika til þess að nálgast guð, á sama hátt og hann er ætíð reiðubúinn til þess að nálgast mig. Megi ég sjá minn Æðri Mátt sem viljugan guð.

Minnispunktur dagsins
Guð er viljugur.