Hugleiðing dagsins
Sem nýlíðar í GA þá erum við byrjendur þegar kemur að því að bera okkur eftir vináttu – eða jafnvel að þiggja hana þegar hún er í boði. Stundum vitum við hreinlega ekki hvernig við eigum að bera okkur að eða hvort það sem við gerum muni yfir höfðu virka. En smám saman komumst við aftur í samt lag; við förum að taka leiðsögn. Svo dæmi sé tekið þá lærum við það sem Moliére sagði svo réttilega “Því meir sem við elskum vini okkar, því minna smjöðrum við fyrir þeim.”

Mun ég í dag, ef ég þarf á því að halda, bera mig eftir vináttu?

Bæn dagsins
Megi guð hjálpa mér að uppgötva hvað felst í sannri vináttu. Ég bið þess að ég muni ekki reyna að öðlast viðurkenningu í þeim nýju vináttusamböndum sem ég mun eignast. Viðurkenningu sem áður fyrr var óheiðarleg því hún var byggð á smjaðri, hvítum lygum, falski glaðværð og hálfsögðum sannleika.

Minnispunktur dagsins
Vinátta er heiðarleg.