Hugleiðing dagsins
Ef ég trúi þvi að það sé vonlaust að vænta umbóta í lífi mínu, þá er ég að efast um mátt guðs. Ef ég trú því að ég hafi ástæðu til þess að örvænta, þá er ég að viðurkenna persónulegan ósigur, því ég hef mátt til þess að breyta sjálfum mér; ekkert getur komið í veg fyrir það nema mín eigin andstaða. Í GA samtökunum get ég lært að notfæra mér hið gífurlega, óþrjótandi afl sem felst í guði – ef ég er viljugur til þess að vera stöðugt meðvitaður um nálægð guðs.

Ímynda ég mér enn að yndi mitt af lífinu sé háð því hvað aðrir muni gera eða ekki gera?

Bæn dagsins
Megi ég gefa líf mitt á vald vilja guðs en ekki duttlungum og ónærgætni annarra. Þegar hamingja mín var algjörlega háð því hvað aðrir gerðu og hugsuðu og fundu, þá var líf mitt í raun ekkert annað en spegill á líf annarra. Megi ég vera í nálægð guðs varðandi alla hluti. Ég met sjlafan mig mikils því guð metur mig mikils. Megi ég einvörðungu vera háður mínum Æðri Mætti.

Minnispunktur dagsins
Að vera í nálægð guðs.