Hugleiðing dagsins
Ég gerði mér grein fyrir að ég yrði að öðlast nýtt upphaf og að það upphaf yrði að vera hér og nú. Ég gæti ekki byrjað á neinum öðrum stað. Ég varð að sleppa tökum á fortíðinni og gleyma framtíðinni. Á meðan ég héldi um fortíðina með annarri hendi og teygði mig í átt til framtíðar með hinni þá væri mér ómögulegt að höndla daginn í dag. Ég varð því að byrja hér, núna.

Er ég að vinna í ellefta sporinu, biðjandi einungis um skilning á því sem er mér fyrir bestu og mátt til að framkvæma það?

Bæn dagsins
Megi ég ekki hafa áhyggjur af því hvernig ég geti komið orðum að þörfum mínum og löngunum í bænum mínum til guðs. Megi ég hætta að gera mér grillur um hvaða tungumál ég nota í bænum mínum, því guð þarf ekki tungumál; samskipti við guð eru ofar töluðu orði. Megi ellefta sporið leiðbeina mér í bænum mínum á öllum stundum.

Minnispunktur dagsins
Verði guðs vilji.