Hugleiðing dagsins
Í dag hefur mér lærst að ég er ekki einn á báti. Ég hef áttað mig á þvi að það er öruggara, skynsamlegra og vissara að vera í samfylgd vina sem eru á sömu vegferð og ég. Ekkert okkar þarf að skammast sín fyrir að þiggja hjálp, því við hjálpum öll hvert öðru. Það er jafnlítið veikleikamerki í því að þiggja hjálp við að ná tökum á fíkn eins og það er að notast við hækjur þegar maður er fótbrotinn. Þeir sem þurfa á hækju að halda og sjá í henni notagildi, fyrir þeim er hækja fallegur hlutur.
Kemur það enn fyrir að ég neiti að þiggja auðfengna aðstoð?
Bæn dagsins
Guð sýni mér að það er ekki merki um veikleika að biðja um hjálp, að félagskapur hópsins er það sem virkar fyrir hvert okkar. Líkt og bóluefni fyrir barnaveiki þá hefur GA prógramið og styrkur hópsins sannað sig sem forvörn gagnvart fallbraut og falli. Guði sé þökk fyrir verkfæri batans.
Minnispunktur dagsins
Hjálpin er jafn nærri og næsti sími.