Hugleiðing dagsins
Mér fannst það sláandi þegar ég heyrði í fyrsta skipti hversu frjálslega og opinskátt fólkið í GA talaði um sjálft sig. Sögur þeirra af spilauppátækjum, duldum ótta og nagandi einmannaleika voru hreint út sagt yfirþyrmandi. Ég uppgötvaði – og þorði varla að trúa því í fyrstu – að ég væri ekki einn á báti. Ég er ekki svo frábrugðinn öðrum og við erum í reynd öll keimlík. Ég byrjaði að skynja að ég ætti heima innan GA samtakanna og einmannaleikinn fór að dvína.

Reyni ég að gefa öðrum það sem mér var fúslega gefið?

Bæn dagsins
Megi ég byrja að sjá, eftir að hafa heyrt reynslusögur GA félaganna, að við eigum mun meira sameginlegt en það sem greinir okkur að. Megi ég, þar sem ég hlýði á reynslu þeirra af spilafíkn og bata, upplifa tilfinninguna og sjokkið sem fylgir því að tengja við það sem þeir eru að segja. Hugsa með mér “hey, þetta er ég sem þú ert að tala um.” Megi ég verða, af fullum huga, meðlimur í hópnum og gefa af mér til jafns við það sem ég þigg.

Minnispunktur dagsins
Samkennd, ekki aðgreining.