Hugleiðing dagsins
Þegar nýliðar í GA samtökunum upplifa í fyrsta skipta þá óvæntu tilfinningu að finna að þeir séu á meðal vina, þá velta þeir ósjálfrátt vöngum yfir – og stundum með smá kvíðahnút í maganum – hvort þetta sé raunverulegt. Mun þetta endast? Þau okkar, sem höfum verið í GA í nokkur ár, getum sannfært nýliða um að þetta sé í raun og veru svona, og að þetta muni endast. Þetta er ekki enn ein tálsýnin, ekki enn eitt innantóma upphafið, ekki bara tímabundin gleðistund sem breytist á endanum í fullkomin vonbrigði.

Er ég þess fullviss að ég geti öðlast ósvikinn og varanlega bata frá spilaáráttu minni?

Bæn dagsins
Guð gefi að ég láti ekki ótta minn við síendurtekinn einmannaleika halda aftur af mér. Megi ég gera mér grein fyrir því að einlægnin, sem umlykur mig í GA, muni ekki skyndilega hverfa og skilja mig eftir í kuldanum. Megi ég sýna ótta mínum þolinmæði, ótta sem er þrútinn af vonbrigðum fortíðar og eftirsjá. Megi ég vita að félagsskapur hópsins muni – ef ég gef honum tíma – sýna mér fram á að einsemd er ekki ólæknandi.

Minnispunktur dagsins
Einsemd er læknanleg.