Hugleiðing dagsins
“Tungumál vináttunnar felst í merkingu – ekki orðum,” skrifaði Thoreau. Lífið sjálft fær nýja merkingu – nýtt innihald – fyrir tilstuðlan GA prógramsins. Að sjá GA félaga jafna sig, sjá viðkomandi hjálpa öðrum, sjá einsemdina hverfa, sjá GA félagsskapinn vaxa og dafna í kringum sig, að eignast fjölda vina – þetta er upplifun sem enginn ætti að fara á mis við.
Get ég rifjað upp fyrstu viðbrögð mín þegar ég kom á minn fyrsta GA fund? Trúi ég því að ég sé loksins kominn heim?
Bæn dagsins
Megi ég koma því áfram til nýrra GA félaga, sem GA prógramið hefur gefið mér; Tækifæri til þess að endurmeta líf mitt í ljósi bata, sameiginlegs markmiðs, vináttu og andlegrar vakningar. Lof sé Guði fyrir að gera mér kleift að sjá mannlegt líf í nýju ljósi. Lof sé Guði fyrir að endurvekja hjá mér gildi og tilgang með lífinu.
Minnispunktur dagsins
Ég met líf mitt.