Hugleiðing dagsins
Nietzche ritaði; “Það er mjög algeng ranghugmynd – að fyllast hugrekki vegna eigin sannfæringar; það ætti frekar að vera að hafa þor til þess að þola atlögu að eigin sannfæringu.” GA prógramið hjálpar mér að losna við gömlu hugmyndirnar mínar með því að deila með öðrum og vinna Sporin Tólf. Hafandi gert gert óttalaus, siðferðisleg og fjárhagsleg reikningsskil í lífi mínu; hafandi viðurkennt fyrir sjálfum mér og annarri manneskju nákvæmlega í hverju yfirsjónir mínar fólust; og hafandi orðið þess albúinn að losna við þessa skapgerðarbresti mína – mun ég í auðmýkt biðja Guð um að losa mig við brestina.

Er ég að reyna að fylgja prógraminu?

Bæn dagsins
Ég bið þess að ég megi halda áfram að vinna Sporin Tólf, aftur og aftur, ef þörf krefur. Prógramið hefur virkað fyrir þúsundir og aftur þúsundir spilafíkla um allan heim, sem eru í bata. Það getur líka virkað fyrir mig. Megi ég hinkra við, með reglulegu millibili, og athuga hvort ég sé í raun að iðka GA prógramið, eins og það er sett fram.

Minnispunktur dagsins
Eitt spor í einu.