Hugleiðing dagsins
Við höfum öll upplifað stundir þar sem okkur fannst við vera algjörlega ein í heiminum, enginn sem við gætum leitað til. Þegar okkur líður þannig; okkur finnst við ekki eiga neinn að, enginn sem geti hjálpað okkur, jafnvel þá er hjálp að fá og við erum ekki ein; guð er ætíð nálægur. Þegar við þurfum huggun eða skortir styrk eða hugrekki, þá er guð til staðar með þá hjálp sem við þurfum. Kærleikur guðs er til staðar, jafnvel áður en við leitum hans, ástríkur andi hans sem býr innra með okkur, heyrir grátur okkar og veitir okkur svar.

Trúi ég því í einlægni að ég þurfi ekki lengur að vera einn?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei verða aftur einn á báti, svo fremi að ég gefi mér tíma til þess að tala við minn æðri mátt. Megi guð verða félagi minn, gleði mín og ævarandi hjálp þegar vandræði steðja að. Megi vitneskjan um stöðuga nálægð guðs verða til þess að fylla mig ró, svo ég óttist ei framar einveru né samveru við annað fólk.

Minnispunktur dagsins
Hlusta eftir nálægð guðs.