Hugleiðing dagsins
GA prógramið kenndi mér að ég þarf ekki að afsaka mig gagnvart neinum fyrir að reiða mig á guð, eins og ég skil hann. Í reynd, þá hef ég nú góða ástæðu til þess að trúa ekki þeim sem telja andlegu leiðina veru einvörðungu fyrir hina veiklundaðu. Fyrir mig er andlega leiðin styrkleiki. Vitnisburður fortíðar er sá að þeir sem hafa trú og traust, þá skortir sjaldnast hugrekki. Þeir treysta sínum guði. Því afsaka ég mig aldrei fyrir að trúa á hann og reyni frekar að láta mátt hans sjást í verkum hans í mér.

Er ég að framkvæma í samræmi við það sem ég segi?

Bæn dagsins
Megi trú mín og traust öðlast staðfestingu þegar ég sé mátt guðs í verkum hans fyrir annað fólk, alveg frá upphafi tímans. Megi ég sjá að það eru hinir hugrökku, kraftaverkamanneskjurnar og hinir hamingjusömu sem hafa viðurkennt sína andlegu hlið. Megi ég ætíð sjá handbragð guðs í þeim sem trúa.

Minnispunktur dagsins
Að sjá guð að verki.